Laugardagur 12. apríl 2014 kl. 08:18

Karfan.is: Jóhann Árni og Einar eftir leik

Grindvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson reyndist uppeldisfélagi sínu í Njarðvík erfiður viðureignar í gær, er hann fór fyrir liði Íslandsmeistaranna í öruggum sigri í Röstinni. Jóhann ræddi við Karfan.is eftir leik þar sem hann talaði um að Grindvíkingar hefðu mörg vopn í hirslum sínum. Dagskipun Grindvíkinga í gær var að mæta grimmir til leiks og láta ekki það sama gerast og í fyrsta leik liðanna á dögunum þegar Njarðvíkingar nældu sér í sigur í Röstinni. Viðtalið við Jóhann má sjá hér að neðan.

Einar Árni þjálfari Njarðvíkinga er ákveðinn í að koma aftur í Röstina og því er ekkert annað en sigur sem kemur til greina í næsta leik. „Það er bara áfram gakk. Staðan er 2-1 og heimaleikur á mánudaginn.“ Einar segir að pressan sé ekki á Njarðvíkingum í seríunni og nú sé um að gera að jafna metin og fá annan leik í Grindavík. „Við þurfum að njóta þess aðeins betur að spila í úrslitakeppninni, við erum þjakaðir en það er óþarfi. Við eigum að brosa aðeins meira.“ Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.