Kapalvæðing nær til 80% Reykjanesbæjar
Fjarskiptafyrirtækið Kapalvæðing rekur sitt eigið dreifikerfi í Reykjanesbæ en um 80% heimila í bænum hafa aðgang að tengingum fyrirtækisnis sem býður upp á dreifingu á sjónvarpsefni og öflugt netsamband. Í síðasta þætti kynntumst við upphafinu og ástæðum þess að kapalkerfi varð til í Reykjanesbæ en núna segir Erlingur Bjarnason hjá Kapalvæðingu okkur frá því sem fyrirtækið er að fást við í dag í ört stækkandi bæjarfélagi.