Kanaútvarpið, skata og Vogar í þætti kvöldsins
– Sjónvarp Víkurfrétta aðgengilegt í HD-myndgæðum hér
Kanaútvarpið kemur við sögu í Sjónvarpi Víkurfrétta en nýr þáttur verður til sýningar á ÍNN í kvöld kl. 21:30. Þar verður m.a. sagt frá hátíðartónleikum Ljósanætur, Með blik í auga - Keflavík og kanaútvarpið. Í þættinum förum við einnig á fjölskyldudaga í Vogum og ræðum við Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóra í Vogum.
Í síðari hluta þáttarins sýnum við frá skötumessu sem haldin var í Garðinum í sumar og erum með innslag frá bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu þar sem Keflavík og KR mættust. Þar voru Íslandsmeistarar Keflavíkur frá 1964 heiðraðir sérstaklega.
Þáttur kvöldsins er nú orðinn aðgengilegur hér á vf.is í 1080P myndgæðum.