Kærkomin fjárfesting og gleðilegur atburður
„Þetta er mjög ánægjulegur dagur, það er fallegt veður og þetta er mjög gleðilegur atburður. Ég óska heimamönnum hér á Suðurnesjum sérstaklega til hamingju. Þetta er gott fyrir okkur öll. Þetta hefur jákvæð áhrif á efnahagslífið og þetta eru fjárfestingar sem við þurfum að fá í gang. Þetta er góður samningur fyrir Landsvirkjun. Þetta er ný iðngrein sem er að koma hingað inn í landið og við erum að færa okkur þar með í áttina að vaxtargreinum framtíðarinnar, sólarrafhlöðuiðnaðurinn og kísiliðnaðurinn á mikla vaxtarmöguleika. Með þessu er að koma aukin fjölbreytni inn í okkar iðnaðaruppbyggingu, þannig að það er mjög margt jákvætt í einu í þessu eina máli og kærkomið að fá þetta stóra fjárfestingu hér inn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali við Víkurfréttir um kísilverksmiðjuna sem mun rísa í Helguvík.
Viðtalið við Steingrím í heild sinni er í Sjónvarpi Víkurfrétta hér að ofan.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafði sannarlega ástæðu til að brosa í dag.