Fimmtudagur 3. desember 2015 kl. 16:55

Jón Kalman talar um Keflavík

- Kalkúnaveisla og kyndilhlaup í sjónvarpsþætti vikunnar

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur ræðir um Keflavík við Sjónvarp Víkurfrétta. Skáldsögur hans hafa snert við gömlum bæjarbúum sem jafnvel hafa orðið reiðir vegna þess sem skáldið skrifar.

Lögreglumenn á Suðurnesjum hlupu kyndilhlaup um síðustu helgi en þá fóru fram Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu í Reykjanesbæ. Við ræðum við Guðmund Sigurðsson lögreglumann og formann NES, íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum.

Í þættinum förum við einnig í þakkargjörðarveislu í gamla yfirmannaklúbbnum á Ásbrú og skoðum það helsta í fréttum á Suðurnesjum þessa vikuna.

Þátturinn er á dagskrá ÍNN kl. 21:30 í kvöld, fimmtudagskvöld og endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring. Þáttinn má sjá í háskerpu hér að neðan.