Jólatónleikar Vox Felix - tónleikarnir í heild
	Árlegir jólatónleikar Vox Felix fóru fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ í byrjun desember. Kórinn var með sérstakan jólagest að þessu sinni en tónlistarmaðurinn Jón Jónsson söng með kórnum. 
	Í spilaranum hér að ofan er upptaka frá tónleikunum sem Sjónvarp Víkurfrétta tók upp fyrir kórinn. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu í byrjun desember en hér hafa þeir verið klipptir með fleiri myndavélum.

