Jólalegur þáttur af Suðurnesjamagasíni
Það er heldur betur jólalegur þáttur að þessu sinni hjá okkur í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta. Einstakt jólaland hefur verið í smíðum á Suðurnesjum undanfarin ár. Náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson er mikill handverksmaður og hefur smíðað jólaþorp á heimili sínu sem vakið hefur athygli langt út fyrir landsteinana. Danskur framleiðandi á jólafígúrum fékk áhuga á þorpinu og hefur sent stóran hóp af svokölluðum jóla-nissum til landsins. Þessir nissar hafa svo sest að í jólaþorpinu hans Ellerts þar sem fjölga hefur þurft híbýlum þannig að allir hafi húsaskjól.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar er mun stærri í sniðum en jólaþorpið hans Ellerts. Okkur lék forvitni á að vita hvað hræringar í flugheiminum hefðu á áætlanir um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og flugstöðvarinnar Við fengum því Björn Óla Hauksson forstjóra Isavia til okkar í spjall.
Í þættinum æltum við líka að segja ykkur frá því hvað við á Víkurfréttum ætlum að bjóða ykkur áhorfendum uppá um jól og áramót. Það verður mikil tónlistardagskrá.