Jólalegasta fólkið á Suðurnesjum í Suðurnesjamagasíni
Ef þú vilt komast í alvöru jólaskap, þá er Suðurnesjamagasín þátturinn til að aðstoða við það. Í þessum þætti förum við í heimsókn í jólalegasta húsið í Garði og þó víðar væri leitað. Við förum einnig á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem jólaskreytingar voru teknar alla leið.
Við förum einnig í Myllubakkaskóla og ræðum við Stefán húsvörð sem skapaði risastórt listaverk á vegg í skólanum. Tölum einnig við Finn Guðberg Ívarsson um líkan af Myllubakkaskóla sem er smíðað og bakað úr piparkökudeigi.
Þá sjáum við nokkrar óveðursmyndir og Fríða Dís syngur lokalag þáttarins.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is kl. 20:30 á fimmtudagskvöldum.