Jóhann Smári með fiðlara á þaki Hljómahallar
Óperufélagið Norðuróp í samvinnu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar setur upp söngleikinn Fiðlarinn á þakinu næsta haust. Uppsetning verksins tekur um eitt ár en sviðsæfingar hófust fyrir síðustu áramót. Við kíktum á æfingu á söngleiknum og ræddum við listrænan stjórnanda um verkefnið sem er umfangsmikið en skemmtilegt.