Fimmtudagur 21. janúar 2010 kl. 14:33

Jóhann Rúnar: Bann­að að gef­ast upp

Jó­hann Rún­ar Krist­jáns­son er Suð­ur­nesja­mað­ur árs­ins 2009 hjá Vík­ur­frétt­um. Jó­hann hef­ur allt frá því hann lam­að­ist al­var­lega í um­ferð­ar­slysi 1994 sýnt mik­inn styrk og hug­rekki í end­ur­hæf­ingu sinni. Þannig hef­ur hann ver­ið öðr­um gott for­dæmi um að gef­ast ekki upp því það sé al­laf hægt að sjá ljós­ið.

Jó­hann hef­ur tek­ið þátt í bar­áttu fatl­aðra á marg­vís­leg­an hátt og vak­ið at­hygli á hvern­ig bæta megi að­stöðu þeirra í sam­fé­lag­inu. Hann hef­ur líka reglu­lega heim­sótt fólk á sjúkra­stofn­an­ir sem hef­ur lent í svip­aðri að­stöðu og hjálp­að því fyrstu skref­in sem eru svo erf­ið. Þær heim­sókn­ir hafa ver­ið mönn­um til lífs, eins og fram kem­ur í við­tali við Jó­hann Rún­ar sem hér fer á eft­ir.

Í end­ur­hæf­ingu sinni sótti Jó­hann í íþrótt­ir og með seiglu og sókn hef­ur hann náð undra­verð­um ár­angri í borð­tenn­is. Þannig hef­ur hann á enn ann­an hátt ver­ið fötl­uð­um mik­il hvatn­ing um að það sé hægt að lifa sóma­sam­legu lífi eft­ir fötl­un. Síð­asta ár er án efa það stærsta hjá Jó­hanni á íþrótta­svið­inu. Hann fór á átta mót er­lend­is og komst í úr­slit á sjö þess­ar­a móta. Jó­hann er á með­al 20 bestu borð­tennis­leik­ara í heim­in­um í dag í hópi fatl­aðra.

Jó­hann var á dög­un­um kjör­inn íþrótta­mað­ur fatl­aðra í Reykja­nes­bæ 2009 og varð ann­ar í kjöri á íþrótta­manni Reykja­nes­bæj­ar, sem lýst var á gaml­árs­dag sl. Ár­ang­ur Jó­hanns á íþrótta­svið­inu á síð­asta ári sæt­ir tíð­ind­um, því hann varð Ís­lands­meist­ari í fyrsta flokki karla í borð­tenn­is í keppni ófatl­aðra.



Jóhann Rúnar ásamt Guðrúnu Önnu dóttur sinni.

----------------------------


Á TOPP­INN UM DJÚPA DALI


Leið­in á topp­inn hjá Jó­hanni hef­ur síð­ur en svo ver­ið bein og breið, held­ur hef­ur hún leg­ið um djúpa dali. Sá dýpsti kom árið 1994 og ann­ar tíu árum síð­ar. Jó­hann hafi spurt sig um til­gang­inn með líf­inu, en hann hafi hins veg­ar lært það að það má ekki gef­ast upp, hversu dauft sem ljós­ið sé við hinn enda gang­anna. Sjálf­ur seg­ir Jó­hann að sól­ar­geisli hafi kom­ið inn í líf sitt árið 1998, sem sé hon­um allt. Þá fædd­ist hon­um dótt­ir, sem sé það mik­il­væg­asta í lífi hvers manns, að eign­ast barn. Þá hafi hann lært það að horfa fram á veg­inn í líf­inu en ekki til baka.

- Byrj­um á að rifja upp þenn­an ör­laga­ríka dag þeg­ar þú lend­ir í slys­inu?

„Það var í maí 1994 sem ég ákvað að taka rúnt á mót­or­hjóli sem fé­lagi minn átti. Ég ætl­aði að fara í gegn­um Sand­gerði og Garð og svo aft­ur heim. Ég komst hins veg­ar aldrei lengra en í Sand­gerði. Þar varð ég fyr­ir því að keyra á kyrr­stæð­an vöru­bíl vegna þess að það var svín­að fyr­ir mig. Allt í einu lá ég á jörð­inni og fann hvern­ig búið var að slökkva á skrokkn­um frá hálsi og nið­ur. Ég líki þessu alltaf við eins og búið sé að slökkva á kaffi­vél, bara „turn off“. Ég fann það þarna á jörð­inni að þetta var mjög al­var­legt og hugs­aði að þetta væri eitt­hvað sem ætti eft­ir að hafa af­leið­ing­ar og eitt­hvað sem plást­ur­inn lækn­aði ekki“.

- Þeg­ar þú hugs­ar til baka, hefð­ir þú get­að kom­ið í veg fyr­ir þetta á ein­hvern hátt?

„Nei. Þetta er bara óhapp. Það var eng­inn glæfra­gang­ur. Ég var bú­inn að vera að keyra eins og vit­leys­ing­ur þarna á und­an á Sand­gerð­is­veg­in­um, taka fram­úr bíl­um á alltof mik­illi ferð, en inni í bæj­ar­fé­lag­inu var ég bara á rúnt­in­um. Ég ætl­aði að fara að beygja inn á plan en þá kem­ur bíll og svín­ar fyr­ir mig og ég fip­ast við akst­ur­inn. Ég hef margoft hugs­að „ef“ og „hefði ég ekki far­ið rúnt­inn“ og allt þetta. Ég strok­aði þær hugs­an­ir fljót­lega út og ákvað að keyra mig bara áfram“.

- Hvern­ig voru næstu dag­ar og mán­uð­ir eft­ir slys­ið?

„Þeir breytt­ust úr því að vera hvítt yfir í svart. Allt í einu var ég far­inn að liggja mik­ið í rúm­inu ósjálf­bjarga. Fyrstu tveir mán­uð­irn­ir fóru í það að reyna að ná því að raka sig sjálf­ur og reisa sig við“.



SEM BET­UR FER HEF ÉG HEND­URN­AR

Jó­hann seg­ir að fljót­lega hafi hann feng­ið mátt í hend­urn­ar að nýju. Þær hafi marist mik­ið við högg­ið frá stýri mót­or­hjóls­ins, ásamt því sem efri hluti brjóst­kass­ans hafi marist illa. Með æf­ing­um á spít­al­an­um og á Grens­ás­deild­inni hafi Jó­hann feng­ið mátt­inn. „Sem bet­ur fer hef ég hend­urn­ar,“ seg­ir Jó­hann og er þakk­lát­ur fyr­ir að geta not­að þær við hið dag­lega líf og meira til, eins og við kom­um að síð­ar.

Jó­hann seg­ir að hann hafi feng­ið óljós svör hjá lækn­um með bata­horf­ur eft­ir slys­ið. Hann hafi spurt hvort mæn­an væri mar­in eða í sund­ur, en ekki feng­ið full­nægj­andi svör. Jó­hann seg­ist í dag vera ánægð­ur með þau svör sem hann hafi feng­ið á sín­um tíma, því hann hafi með þeim get­að lif­að í von­inni „að geta stað­ið upp úr rúm­inu, rölt út í bíl og far­ið heim, sem var alls ekki slæmt, því mað­ur keyrði sig áfram á því“.

Jó­hann seg­ir að við svona áfall sé mik­il­vægt að hafa von og bjart­sýni og hugsa það að ástand­ið sé ekki al­veg dauði og djöf­ull. Þá hafi fjöl­skylda hans sýnt hon­um mik­inn stuð­ning og rek­ið hann áfram. „Ég er hepp­inn að hafa góða fjöl­skyldu og vini á bak­við mig“.

Það tók Jó­hann tvær vik­ur að ná að koma hönd­um upp að and­lit­inu og síð­an þá hef­ur leið­in leg­ið upp á við og hann er enn­þá að bæta sig með styrkt­ar­þjálf­un.

Dag­legt líf Jó­hanns breytt­ist mik­ið við slys­ið. Sama dag og slys­ið varð ætl­aði Jó­hann að skoða íbúð ásamt kær­ustu sinni á þeim tíma, en þau ætl­uðu að taka stóra skref­ið að flytja úr for­eldra­hús­um og fara að búa. Jó­hann var sjó­mað­ur á þess­um tíma og seg­ist hafa fund­ið sig vel í því starfi. „Starfs­fram­inn á sjón­um hvarf. Ég var bú­inn að læra grunn­deild raf­iðna, sem hvarf líka,“ seg­ir Jó­hann.



Jóhann Rúnar ásamt Guðrúnu Önnu dóttur sinni og foreldrum sínum, Kristjáni Gunnarssyni og Guðrúnu Önnu Jóhannsdóttur.

----------------------------


SÓL­AR­GEISLI INN Í LÍF JÓ­HANNS


Síð­ar slitn­ar upp úr sam­bandi hans og kærust­unn­ar. Áður en það gerð­ist kom þó sterk­ur sól­ar­geisli inn í líf Jó­hanns, því þau eign­uð­ust barn sam­an. Lækn­ar höfðu alls ekki úti­lok­að það að Jó­hann gæti get­ið barn, þrátt fyr­ir að vera lamað­ur frá brjósti og nið­ur­úr. Árið 1998 kom Guð­rún Anna í heim­inn og hef­ur alla tíð ver­ið mik­ill fé­lagi og vin­ur föð­ur síns.


Jó­hann seg­ir fötl­un sína einnig hafa leitt af sér nýja góða vini og þá hafi hann far­ið að gefa íþrótt­um meiri gaum. Fyrst og fremst hafi hon­um þótt gott að kom­ast út af sjúkra­hús­inu og út í líf­ið að nýju, geta stund­að vinnu og búið á eig­in heim­ili, geta stund­að æf­ing­ar og ekið um á eig­in bíl. „Það að vera sjálf­bjarga og sleppa við að vera inni á ein­hverri stofn­un er bara já­kvætt“.

- Hvern­ig eru að­stæð­ur fyr­ir fatl­aða á Ís­landi í dag?

„Þær eru alls ekki nógu góð­ar en hafa far­ið batn­andi. Þessi 15 ár sem ég hef ver­ið að gösl­ast, þá hef­ur orð­ið breyt­ing til batn­að­ar. Það er orð­ið betra að kom­ast inn á ýmsa staði og um göt­urn­ar, en það vant­ar mik­ið uppá víða. Ég reyni að leggja mitt af mörk­um hér í Reykja­nes­bæ og hef ver­ið að taka út líf­æð bæj­ar­ins og reyni að benda á hvað mætti bet­ur fara“.

Jó­hann er fyrsti mik­ið fatl­aði ein­stak­ling­ur­inn á Suð­ur­nesj­um sem býr í eig­in íbúð. Ástæð­una seg­ir hann vera þá að hann hafi ekki vilj­að flytja til Reykja­vík­ur. Þá hafi hann kynnst lífi lamaðs ein­stak­lings sem átti sitt heim­ili á sjúkra­hús­inu í Kefla­vík og það var líf sem Jó­hann gat ekki hugs­að sér. „Þess vegna var tek­in sú af­staða og ákvörð­un um að ég færi í mína eig­in íbúð. Við gerð­um hana þannig að hún væri að­gengi­leg fyr­ir hjóla­stól og ég sé ekki eft­ir því í dag“.

Jó­hann seg­ir íbúð­ina vera út­búna þannig að allt að­gengi sé auð­velt og það kem­ur ekki í veg fyr­ir að hann geti eld­að, vask­að upp eða sett í þvotta­vél og þurrkara.



VITJ­AR EIN­STAK­LINGA Í SÖMU STÖÐU

Jó­hann læt­ur mál­efni þeirra sem lam­ast í slys­um sig varða. Hann fylgist með frétt­um og er í góðu sam­bandi við starfs­fólk end­ur­hæf­ing­ar­deild­ar­inn­ar á Grens­ási. Þang­að fer hann tvisvar í viku og heyr­ir vel hvað er að ger­ast. „Þá hef ég bara vipp­að mér að við­kom­andi og far­ið út í spjall. Ástæð­an er sú að þeg­ar ég lá þarna inni, þá vant­aði mig ein­hvern til að spjalla við og fá svör við ýms­um spurn­ing­um sem ein­göngu þeir sem hafa lent í svona lög­uðu geta svar­að“. Hann seg­ir þetta vera eitt­hvað sem hann hafi fund­ið hjá sjálf­um sér. Hann sé ekki á laun­um við þetta, en mæti tvisvar í viku og tal­ar við það fólk sem er í svip­aðri stöðu og hann var og er í.

„Ég er að hitta fólk sem ligg­ur í rúm­inu og er að velta öll­um þess­um spurn­ing­um fyr­ir sér. Ég ræði fyrst við hjúkr­un­ar­fræð­inga eða ætt­ingja og fólk­ið í kring. Það ger­ist ekki alltaf eitt­hvað strax, held­ur bara þeg­ar þeir slös­uðu vilja. Þá töl­um við allt öðru­vísi sam­an held­ur en við erum að gera hér í dag, ég og þú“.

Jó­hann hef­ur bjarg­að manns­lífi og vitn­is­burð­ur um það hef­ur ver­ið flutt­ur á fundi hjá Lions­klúbbi Kefla­vík­ur fyr­ir fá­ein­um árum. Þang­að kom lamað­ur mað­ur eft­ir um­ferð­ar­slys og flutti er­indi um líf þeirra sem eru bundn­ir við hjóla­stól vegna löm­un­ar. Við­kom­andi að­ili sagði á Lions­fund­in­um í Kefla­vík að hann hafi ver­ið að leggja á ráð­in með það að stytta líf sitt þeg­ar Jó­hann hafi kom­ið inn í líf sitt með upp­byggj­andi og já­kvætt við­horf.


HLAUT ALA­VAR­LEG­AN BRUNA

Marg­ur gæti hald­ið það að löm­un frá brjósti og nið­ur í tær sé nógu þung­ur baggi að leggja á einn ein­stak­ling, en Jó­hann átti held­ur bet­ur eft­ir að taka út vít­is­kval­ir sem lögð­ust á lík­ama og sál. Hann get­ur þar þakk­að löm­un sinni að hann fann ekki sárs­auk­ann, en sjúkra­hús­leg­an í fram­hald­inu reyndi mjög á sál­ar­tetr­ið.

Síðla árs 2004 var Jó­hann far­þegi í bif­reið á Reykja­nes­braut­inni þeg­ar sæt­is­hitari í bíln­um bil­aði með hræði­leg­um af­leið­ing­um. Sæt­ið var orð­ið yfir 70°C heitt. Jó­hann fékk þá til­finn­ingu að hann væri að fá flensu en átt­aði sig ekki á því að hann var að hljóta al­var­leg bruna­sár þar sem hann sat í sæt­inu og brann al­veg inn að beini. Það átti í raun bara eft­ir að blossa upp eld­ur í sæt­inu en nokkr­ir bíl­ar sömu teg­und­ar brunnu í Am­er­íku vegna galla í sæt­is­hitara. Jó­hann end­aði á sjúkra­húsi með al­var­leg bruna­sár sem tók um átta mán­uði að láta gróa og á þeim tíma varð hann að liggja á mag­an­um og hlið­inni og seg­ist að­spurð­ur hafa ver­ið við það að gef­ast upp. Hann hafi hins veg­ar ver­ið að blása öðr­um bar­áttu í hjarta og því ákveð­ið að bíta á jaxl­inn sjálf­ur og sigr­ast á að­stæð­un­um. Af­leið­ing­ar þessa óhapps hafi í raun ver­ið erf­ið­ari en þær fyrri.



Jóhann Rúnar er öflugur með borðtennisspaðann og er einn af 20 bestu í heiminum í dag í sínum flokki.

----------------------------

STERK­UR TVIST­UR

Þeg­ar þarna er kom­ið við sögu er Jó­hann far­inn að stunda borð­tenn­is af kappi. Það æv­in­týri byrj­aði á Reykja­lundi en þar er spil­að borð­tenn­is í há­deg­inu alla virka daga og seg­ir Jó­hann að það hafi kom­ið upp keppni með það að vinna þjálf­ar­ana. „Þeir voru miklu betri en ég fyrst, en áður en tíma­bil­inu mínu þar lauk, þá var ég far­inn að vinna þjálf­ar­ana“.

Jó­hann seg­ir að hann hafi vilj­að gera eitt­hvað meira en að spila borð­tenn­is á Reykja­lundi og því hafi hann kynnt sér íþrótt­ir fyr­ir fatl­aða í Reykja­vík. Hann fór því að stunda borð­tennisæf­ing­ar þar.

„Menn ráku aug­un í ein­hverja borð­tenn­is­hæfi­leika hjá mér og því var ég send­ur er­lend­is í stöðu­mat í fötl­un­ar­flokki. Þar kem­ur í ljós að ég er í góð­um flokki eða sterk­ur tvist­ur og þá fór bolt­inn að rúlla og hef­ur ekki stopp­að síð­an“.

Jó­hann seg­ir borð­tennis­í­þrótt­ina gefa sér mik­ið „og það er líka gam­an að vera af­rek­s­í­þrótta­mað­ur og einn af 20 bestu í heim­in­um,“ seg­ir Jó­hann sem seg­ir ár­ang­ur­inn í íþrótt­inni góð­an fyr­ir sjálfs­traust­ið og að æf­ing­arn­ar skili miklu fyr­ir hans heilsu. Þá sé fé­lags­skap­ur­inn og allt í kring­um íþrótt­ina frá­bært. Jó­hann æfir sex daga vik­unn­ar og oft­ast tvisvar á dag. Hann blandi sam­an lyft­ing­um og lík­ams­rækt og spili þá borð­tenn­is um kvöld­ið.


EKKI Á MÓT­IÐ TIL AÐ VERA MEÐ!

Titl­arn­ir eru ófá­ir sem Jó­hann hef­ur land­að á ferl­in­um og sigr­ar á hin­um ýmsu mót­um. Löng­un­in í tit­il á „stóru stóru mót­un­um“ er mik­il og nefn­ir Jó­hann þar Ólymp­íu­leika, heims­meist­ara­mót og Evr­ópu­mót. „Ég ætti nú að geta tek­ið út úr bank­an­um fljót­lega,“ seg­ir Jó­hann, sem á von á því að hann sé að stimpla sig inn á heims­meist­ara­mót í Suð­ur-Kóreu.

„Ég ætla ekki að fara þang­að til að vera með - ég ætla að ná ár­angri þar og koma heim með ein­hver verð­laun.“

Það er síð­ur en svo gef­ins að taka þátt í mót­um er­lend­is og fyr­ir Jó­hann er all­ur kostn­að­ur tvö­fald­ur, því hann þarf að taka með sér að­stoð­ar­mann í all­ar ferð­ir, sem er þá einnig þjálf­ari og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Jó­hann seg­ir þetta kostn­að sem hann þurfi að safna fyr­ir en sem bet­ur fer sé hann með góða að­ila sem styrkja hann, ann­ars væri þetta ekki hægt en vissu­lega sé það ekki auð­velt. Íþrótta­sam­band fatl­aðra styðji þó vel við bak­ið á sér og nú hin síð­ari ár sé hann einnig að fá stuðn­ing frá Íþrótta­sam­bandi Ís­lands úr Ólymp­íu­sjóðn­um. Þá seg­ist Jó­hann vera með mjög gott bak­land á Suð­ur­nesj­um, þannig að hann sér að koma út á núlli. Það hafi þó ekki alltaf ver­ið þannig og eitt árið hafi hann ver­ið í tæp­lega tveggja millj­óna króna skuld eft­ir keppn­is­ár­ið, en það hafi tek­ist að leið­rétta þá stöðu í sam­starfi við góða að­ila.



MEÐ MARK­MIÐ FRAM YRIR ÁRIÐ 2012

- Nú ertu far­inn að spila borð­tenn­is við ófatl­aða. Ertu ekki kom­inn fram­úr þér?

„Fyrst ætl­aði ég að taka þátt í þess­um mót­um hérna heima til að safna reynslu og spila við ein­hverja sem væru betri en ég. Þarna sá ég fljót­lega glu­fu þar sem ég gæti unn­ið titla. Í fyrra tók ég þátt í Ís­lands­móti hjá ófötl­uð­um og varð Ís­lands­meist­ari í 1. flokki karla sem er eins­dæmi og hef­ur aldrei áður gerst á Ís­landi. Það kom mér skemmti­leg á óvart. Þarna var hins veg­ar keppn­is­mað­ur­inn í mér kom­inn upp á efstu tröppu og ég gaf ekk­ert eft­ir og vann sann­fær­andi tit­il“.

Jó­hann seg­ir að það geti oft ver­ið mik­ið fjör við borð­tenn­is­borð­ið og það hafi kom­ið fyr­ir að hann endi í gólf­inu. Þá þarf að stoppa leik­inn og koma hon­um aft­ur í hjóla­stól­inn.

- Hvernig sérðu fram­tíð­ina fyr­ir þér?

„Ég vil halda eitt­hvað áfram í sport­inu og gera góða hluti þar. Ég hef sett mér mark­mið fram yfir Ólymp­íu­leik­ana í London 2012. Eft­ir það geri ég ráð fyr­ir því að slaka á“.



HORF­UM FRAMÁ­VIÐ


- Að end­ingu. Hvað er það fyrsta sem þú seg­ir við fólk sem þú ert að hitta í svip­uð­um spor­um og þú í heim­sókn­um þín­um á spít­al­ana?

„Ég bið fólk­ið um að spyrja mig að öll­um þeim spurn­ing­um sem því dett­ur í hug. Yf­ir­leitt kem­ur ekk­ert spurn­inga­flóð við fyrsta sam­tal, en í kjöl­far­ið fylg­ir oft sím­tal eða í næsta sam­tali, þá koma spurn­ing­arn­ar. Ég reyni að opna mig al­veg og til­bú­inn að láta allt flæða sem get­ur lát­ið gott leiða af sér“.

- Hvað legg­ur þú mesta áherslu á?

„Það er að það má aldrei gef­ast upp, hversu lít­ið sem ljós­ið er í hin­um enda gang­anna. Það er bann­að að gef­ast upp. Það á að horfa framá­við en ekki til baka,“ seg­ir Jón­ann Rún­ar Krist­jáns­son, mað­ur árs­ins 2009 á Suð­ur­nesj­um.


Viðtal: Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson