Fimmtudagur 18. nóvember 2021 kl. 19:30

Jana Birta og Elsa Páls í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 19:30.

Elsa Pálsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari í kraftlyftingum. Hún æfir sex daga vikunnar í Lífsstíl í Keflavík og stefnir á mót um komandi helgi. Víkurfréttir hittu Elsu ásamt þjálfara sínum, Kristleifi Andréssyni, í Lífsstíl þar sem þau æfðu fyrir komandi mót.

„Ég fann fyrir einhvers konar sköpunarþörf að koma þessu yfir á eitthvað form sem fleiri myndu skilja. Mín reynsla er sú að það er hægt að tala og skrifa pistla en að sjá eitthvað skilur maður. Í myndinni er hægt að segja svo mikið,“ segir Jana Birta sem er í viðtali í Suðurnesjamagasíni vikunnar.