Jaleesa Butler var með 35 stig fyrir Keflavík og 23 fráköst
Keflavík vann öruggan 20 stiga sigur á grönnum sínum úr Njarðvík í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í Keflavík í dag, 105-85. Jaleesa Butler var með 35 stig fyrir Keflavík og 23 fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði 25 stig og var með 13 fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir var með 19 stig fyrir Keflavík.
Hjá gestunum úr Njarðvík var Lele Hardy með 28 stig og 19 fráköst, Barker með 24 stig og 10 fráköst og Petrúnella Skúladóttir með 15 stig.
Meðfylgjandi myndskeið er úr fyrsta leikhluta leiksins sem fram fór nú síðdegis. Í ljósmyndasafni eru einnig svipmyndir úr leiknum.