Jakkafatajóga á bókasafninu
– jóga fyrir alla sem sitja mikið
Jakkafatajóga er nýjung sem Ágústa Gizurardóttir kynnti í bókasafni Reykjanesbæjar fyrr í þessari viku. Kynningin var hluti af dagskrá Heilsu- og forvarnarviku bæjarfélagsins.
Jakkafatajóga er ekki bara fyrir þá sem vinna í jakkafötum heldur alla sem sitja mikið í vinnunni.