Mánudagur 5. september 2016 kl. 13:59

„Já, endilega taktu símann“

– Kynnir „pakkar saman“ síhringjandi áhorfanda í sal

Lokasýning á Með blik í auga - Hvernig ertu í kántrýinu? fór fram fyrir fullum sal í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú í gærkvöldi. Sýningin tókst vel og salurinn tók góðan þátt í sýningunn.

Þrátt fyrir að áhorfendur í sal séu hvattir til að slökkva á farsímum eða lækka í hringitónum, þá eru alltaf einhverjir sem ekki láta segjast.

Á sýningunni í gærkvöldi hringdi sími í tvígang hjá sama áhorfandanum á meðan Kristján Jóhannsson var að kynna næsta atriði.

Kristján var fljótur að sjá hvar í salnum síminn hringdi og gerði símaeigandann að aðhlátursefni hjá öllum í salnum eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði frá sýningunni í gærkvöldi.