Jólasveinn á rauðum traktor og stemmning í Aðventugarðinum
Einn af jólasveinum hennar Grýlu tók léttan rúnt á gömlum en glansandi rauðum traktor fyrir framan Aðventugarðinn í Reykjanesbæ. Í garðinum sjálfum var Grýla mamma hans að tala við börnin og það spjall var athyglisvert eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði sem Páll Ketilsson tók á Þorláksmessukvöld.
Veðrið lék við gesti og þeir nutu jólastemmningar í Aðventugarðinum og við Hafnargötu þar sem fleiri jólasveinar komu á Rúfdolf jólarútu. Dúettinn Heiður söng í vetrarblíðunni og kaupmenn tóku brosandi á móti viðskiptavinum.