Íslandsmet í flugbrautarhlaupi á Keflavíkurflugvelli
Fjörutíu starfsmenn Isavia tóku þátt í flugbrautar-hlaupinu, um 5 km. leið á norður-suður flugbraut á Keflavíkurflugvelli síðasta miðvikudag. Hlaupið var lokahnykkurinn í Hreyfileikum Isavia sem stóð í fjórar vikur en þeir hófust 14. maí síðastliðinn.
Starfsmenn skiptu sér í lið og skráðu alla hreyfingu á tímabilinu. Lokaspretturinn var flugbrautarhlaupið en mjög góð þátttaka var í Hreyfileikunum.
Starfsmenn Isavia sem Víkurfréttir töluðu við voru í skýjunum með hlaupið en þessi hugmynd, að hlaupa á einni af flugbrautum Keflavíkurflugvallar hefur verið lengi í umræðunni hjá þeim. Nú varð það að veruleika þar sem mjög rólegt er á flugvellinum og flugumferð í sögulegu lámarki.
Fyrstir í mark voru þeir Guðmundur Daði Guðlaugsson, starfsmaður í Fríhöfninni, og Börkur Þórðarson, starfsmaður viðhaldsdeildar.
Stemmningin var góð hjá hlaupurum. Hér kemur Suðurnesjakonan Sigrún Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, í mark.
Aldrei fyrr hefur verið hlaupið á flugbraut á Keflavíkurflugvelli.
Símar voru á lofti að loknu draumahlaupi. Bílar slökkviliðsins voru á brautinni eins og þegar flugvélar lenda.