Ískalt Íslandsmet í ísbaði
— sjáið hressandi sjónvarpsinnslag um metið
Íslandsmet í ísbaði sem sett var á Blönduósi þann 24. maí sl. er fallið. Metið var 20 mínútur og 18 sekúndur Það var tvíslegið á Sjóaranum síkáta um liðna helgi og stendur nú í 32 mínútum og 31 sekúndu betur í ísvatni sem var við 0 gráður á selsíus.
Páll Hreinn Pálsson og Algirdas Kazulis enduðu saman með metið, sem er bæting upp á rúmar 12 mínútur frá metinu á Blönduósi. Þeir félagar vinna báðir hjá Vísi hf. í Grindavík og ætluðu ekki að gefa sig og voru skikkaðir uppúr ísbaðinu á sama tíma. Það má því segja að þeir hafi verið sviptir sjálfræði um stund - svo þeir yrðu ekki að ísmolum sjálfir í vatninu. Menn voru þó nokkuð kokhraustir eftir keppnina. Við hittum á Pál Hrein en hann er Íslandsmeistari í ísbaði ásamt Algirdas.