Ísbrjótur verkefna inn á þetta svæði
„Það er alltaf gaman að klára undirbúning að svona stóru fjárfestingarverkefni eins og þessu. Við erum gríðarlega ánægð með þetta. Ég lít á þetta sem ísbrjót verkefna inn á þetta svæði hér sérstaklega, þó auðvitað skipti þetta miklu máli fyrir þjóðarbúið í heild þá skiptir máli að við komum með beinhörð störf inn á Suðurnesin og það er að gerast í dag og er gríðarlega ánægjulegt og ég vona að þetta sé bara upphafið,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra við Víkurfréttir eftir undirritun samninga um kísilver í Helguvík í dag.
- Átt þú von á að þetta geti verið ísbrjótur fyrir fleiri mál, að þau fari að detta í gang?
„Já, vegna þess að það skiptir máli. Nú er Alcan í Straumsvík farið af stað með tæplega 60 milljarða króna framkvæmd. Síðan erum við með þetta verkefni upp á tæpa 20 milljarða króna og það skiptir gríðarlega milku máli þegar fjárfestar úti í heimi eru að skoða staði til að setja sig niður á, að sjá að hérna séu svona traust fyrirtæki að fara af stað með stór fjárfestingarverkefni á Íslandi,“ sagir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í viðtali við Víkurfréttir.
Viðtalið við Katrínu er hægt að sjá í heild sinni hér að ofan.