Iceland Airwaves í Bláa lóninu - video
Tónleikar verða í Bláa lóninu fjóra daga í röð í tengslum við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves 2013. Í gær var það hljómsveitin Kaleo sem kom fram á tónleikum í Lava, veitingastað Bláa lónsins. Meðfylgjandi myndband tóku Víkurfréttir á tónleikunum í gær. Myndbandið er hægt að skoða með HD 1080P myndgæðum með því að breyta stillingum í spilaranum frá Youtube.