Miðvikudagur 18. nóvember 2015 kl. 09:04

Hvernig verður listsýning til?

– Sjónvarp Víkurfrétta skoðar uppsetningu listsýningar í Listasafni Reykjanesbæjar

Fimm sinnum á ári takast starfsmenn Reykjanesbæjar í Duushúsum á við mjög skapandi verkefni þegar nýjar sýningar eru settar upp í Listasafni Reykjanesbæjar. Nú er verið að setja upp nýja sýningu í listasafninu sem heitir „Kvennaveldið: Konur og kynvitund“.

Sjónvarp Víkurfrétta kom við á safninu í vikunni og ræddi meðal annars við Aðalstein Ingólfsson listfræðing sem valdi listakonurnar og myndirnar inn á sýninguna. Þegar við sjónvarpsmenn vorum á staðnum voru listaverkin nýkomin í hús og ekki búið að ákveða endanlega framsetningu sýningarinnar. Það lá því beinast við að spyrja listfræðinginn hvernig svona sýning yrði til. Svarið er að finna í meðfylgjandi innslagi Sjónvarps Víkurfrétta.