Hvalir skammt frá Keflavíkurhöfn
Nokkrir hvalir hafa haldið til á Stakksfirði, skammt undan landi við Keflavíkurhöfn frá því um hádegi í dag. Um er að ræða sex til átta hnúfubaka sem eru í tveimur eða þremur hópum og virðast vera þarna í æti.
Aðeins eru nokkrir dagar síðan hvalur festist í tógi á Stakksfirði og drapst. Hann var dreginn útfyrir Garðskaga af Baldri, sjómælingaskipi Landhelgisgæslunnar.
Meðfylgjandi myndskeið tók Hilmar Bragi upp af hvölunum nú áðan.