Hvað er hann eiginlega að gera? Hring eftir hring!
Hálkublettir og éljagangur er á Reykjanesbraut samkvæmt Vegagerðinni. Þegar hálkan er annars vegar þá fara saltbílarnir á stjá og dreifa salti eins og enginn sé morgundagurinn. Fram og til baka, hring eftir hring, fara bílarnir og sjá til þess að ekki sé hætta á því að ökumenn renni til að svellbunka eða hálum bletti.
Myndatökumaður Víkurfrétta veitti þessum saltara athygli í hringtorgi við mislæg gatnamót á Strandarheiði um sl. helgi. Hvað æltar hann eiginlega að salta í marga hringi þessi??