Mánudagur 22. október 2018 kl. 09:04

Hvað ætla þau að starfa þegar þau verða stór?

Starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur á Suðurnesjum hefur verið haldin reglulega frá árinu 2012 og hefur vaxið með hverju árinu. 
 
Hátt í hundrað ólíkar starfsgreinar voru kynntar fyrir grunnskólanemendum í íþróttahúsinu við Sunnubraut á dögunum og mátti sjá nemendur kynna sér hin ýmsu störf með opnum hug. 
 
Margir krakkarnir voru á því að starfið þyrfti að vera skemmtilegt fyrst og fremst, launin væru ekki endilega í fyrsta sæti. 
 
Kynningin er mikilvægur þáttur í því að auka starfsvitund og skerpa á framtíðarsýn ungs fólks. 
 
Henni er sérstaklega beint að eldri nemendum grunnskólanna meðal annars vegna þess að hlutfall þeirra 10. bekkinga sem halda áfram námi að loknum grunnskóla hefur verið lægra á Suðurnesjum en annars staðar á landinu síðustu ár.

Meðfylgjandi er innslag úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta.