Þriðjudagur 15. nóvember 2011 kl. 18:24

Hundrað manns mættu á vetargolfmót í Leiru í sumarblíðu - myndir og video

Klúbbmeistari GS, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson lék best án forgjafar og kom inn á einu yfir pari 73 höggum í vetrarmóti GS sl. sunnudag. Skor var gott enda völlurinn í mjög góðu ásigkomulagi ennþá, ekki síst flatirnar og þá var og sannkölluð sumarblíða.

Kvenfólkið kunni vel við sig í Leirunni þennan flott golfdag í Leirunni . Elísabet Böðvardóttir úr GKG fékk 42 punkta og sigraði. Sandgerðingurinn Sigurður Óli Sumarliðason, GOB, varð annar með 41 punkt og í 3. sæti kom svo Guðrún Kristín Bachmann úr GR með 40 punkta. Heimamaðurinn Gunnlaugur Kristinn Unnarsson varð fjórði með 39 punkta.

Níutíu og fjórir kylfingar luku leik. Aðeins ein mótshelgi hefur dottið út í síðan í upphafi október og því hefur Hólmsvöllur verið drjúgur í að lengja golftíðina í haust. Ekki hefur mót farið fram svo síðla árs í Leirunni áður en þó fóru all mörg vetrarmót fram í hitteðfyrra þegar veður var óvenju gott allan veturinn. Þá var t.d. mót 23. febrúar.

Hér er má sjá fleiri myndir frá mótinu.

Guðmundur Rúnar púttar hér á 16. flötinni en að ofan er hann með meðspilurum sínum á sunnudaginn, Ingólfi Karlssyni, Ásgeiri Steinarssyni og Gunnlaugi K. Unnarssyni við 17. teig.