Miðvikudagur 23. febrúar 2011 kl. 16:13

Hrognaveisla í Helguvík

Sjómenn leggja nú kapp á að veiða sem allra mest áður en loðnan hryggnir og drepst. Enn er talsvert eftir af kvótanum, en tvívegis hefur verið bætt við hann frá upphafi vertíðar.

Nokkrir sjómenn af skipinu Erlingi starfa nú tímabundið við loðnuverkun í Helguvík og er búið að vera nóg að gera að sögn strákanna í flokkunarstöðinni í Helguvík. Þar er loðnunni dælt inn frá skipunum og hrognin tekin úr henni. Hrognin eru svo verkuð í gegnum ýmsar vélar og tæki og dælt í kör þar sem þeim er svo lokað með plasti. Körin eru svo keyrð í frysti.

[email protected]

Helgi Þór Haraldsson, starfsmaður við loðnuverkun, var óhræddur við að smakka hrognin og sagði þau mjög góð.