Fimmtudagur 9. febrúar 2023 kl. 19:30

Hreyfingarleysi barna og ný revía í Suðurnesjamagasíni

Knattspyrnuþjálfarinn og íþróttakennarinn Bjarni Jóhannsson er um þessar mundir að skoða kyrrsetu og hreyfingarleysi barna. Í því samhengi er hann á leið til Noregs að kynna sér hvernig norskt skólakerfi er að taka á málunum. Bjarni er í flottu viðtali við Suðurnesjamagasín í þessari viku.

Í Reykjanesbæ er alþjóðlegt listaverkefni, BPart! Við skoðum það í þættinum og förum einnig á æfingu hjá Leikfélagi Keflavíkur sem er að setja upp hárbeitta revíu þar sem bæjarbúar og Suðurnesjafólk fær hressilega á baukinn.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.