Hraustasta kona Íslands í Sjónvarpi Víkurfrétta
– og fjölmargt fleira áhugavert í nýjasta þættinum
Nítjándi þáttur Sjónvarps Víkurfrétta verður á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN í kvöld kl. 21:30. Þátturinn er nú orðinn aðgengilegur á Youtube-rás Víkurfrétta og verður hægt að horfa á þáttinn í HD 1080P gæðum innan fárra mínútna.
Í fyrri hluta þáttarins skoðum við menningarsetur Reykjanesbæjar í Duushúsum, ræðum við nema sem var að útskrifast sem ævintýraleiðsögumaður og göngum á höndum upp Hafnargötuna í Keflavík.
Í seinni hluta þáttarins tökum við hús á fjölskyldu sem helgar sig hestamennsku og er að fara á landsmót. Við ræðum við hraust ungmenni í Crossfit Suðurnes og heyrum smá tóndæmi frá Klassart.
Þátturinn er sem fyrr segir á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30.