Hraun rann hratt í átt að varnargörðum
Hraun skreið ansi hratt fram í syðsta Meradalinn síðdegis í gær og nálgasðist annan nýja varnargarðinn. Hraunstraumurinn stoppaði svo nærri varnargarðinum án þess að gera frekari usla.
Nú er verið að hækka varnargarðana úr fjórum metrum í átta metra en ríkistjórnin samþykkti áætlun almannavarna í morgun þess efnis. Tuttugu milljónum króna verður varið í gerð varnargarða til að varna því að hraun renni niður í Nátthaga.
Ef átta metra háir garðar duga ekki til verður ekki frekar reynt að verja Nátthaga, segir eftir fundinn.
Það var Jón Steinar Sæmundsson, okkar maður í Grindavík, sem tók upp myndskeiðið með fréttinni.