Hræðilegt á Hrekkjavöku
	Hrekkjavakan í Reykjanesbæ var alveg hræðileg - á jákvæðan hátt. Víða var skreytt og fjölmargir ungir bæjarbúar fóru á milli húsa ´í von um gott. Ef ekkert gott kom í pokann var hótað grikk.
	Starfsmenn Heiðarsels gerðu sér einni glaðan dag í tilefni Hrekkjavöku og skreyttu kaffistofuna sína,  ásamt skrifstofu leikskóla- og aðstoðarskólastjóra. Þetta er árleg hefð hjá leikskólanum en ásamt því að skreyta aðstöðuna mæta nemendur í búningum og einnig starfsfólk leikskólans, en þetta er liður í því að efla starfsandann og þjappa hópnum saman.
	Meðfylgjandi myndskeið varð til á hrekkjavökunni.

