Hraðlest hækkar fasteignaverð og bætir atvinnulíf
„Þetta er gríðarlega stór framkvæmd. Við erum að áætla kostnað upp á 95-105 milljarða króna og að framkvæmdin taki um 4 ár í undirbúningi og um 3 ár í framkvæmd. Þetta er mjög stórt verkefni sem myndi hafa mikil áhrif á Suðurnesjum og myndi færa Suðurnes í sömu stöðu og úthverfi Reykjavíkur, sem myndi hækka fasteignaverð og bæta atvinnulífið“.
Þetta segir Runólfur Ágústsson ráðgjafi í samtali við Víkurfréttir. Hann hefur unnið að úttekt á kostum og göllum þess að leggja hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. Viðtalið við Runólf má sjá hér að neðan.