Miðvikudagur 7. febrúar 2018 kl. 10:24

Hr. Rokk endurfluttur í kvöld

Hr. Rokk var í aðalhlutverki á fyrstu tónleikum tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum sem haldin var í gærkvöldi. Vegna mikillar eftirspurnar eru aukatónleikar í kvöld í Hljómahöll kl. 20:00. Í meðfylgjandi myndskeiði er smá tóndæmi frá tónleikunum í gærkvöldi.
 
Rúnar Júlíusson náði að uppfylla alla helstu drauma unglingspilta en hann var í vinsælustu rokkhljómsveit landsins, besta fótboltaliðinu og auk þess var fegursta stúlka Íslands kærasta hans.
 
Það var vinur hans Gunnar Þórðarson sem kynnti hann fyrir bassanum og saman stofnuðu þeir fyrstu íslensku bítlahljómsveitina Hljóma. Fleiri fylgdu í kjölfarið og má þar nefna Ðe lonlí blú bojs, Áhöfnina á Halastjörnunni og Trúbrot en Rúnar átti einnig farsælan sólóferil og gekk sífellt í endurnýjun lífdaga eins og með hljómsveitinni GCD. Það þarf fólk eins og Rúnar fyrir fólk eins og okkur.
 
Flytjendur eru Dagný Gísladóttir, Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson.
 
Til að tryggja sér miða á sýninguna í kvöld er best að fara hingað til að kaupa miða.