Horft til framtíðar með KADECO í Suðurnesjamagasíni vikunnar
Suðurnesjamagaín Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum. Í þætti vikunnar horfum við til framtíðar með KADECO, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Við förum einnig í útskrift hjá Keili og sjáum valda kafla frá þjóðhátíðardeginum í Reykjanesbæ. Þá slær hljómsveitin Demó lokatóna þáttarins.