Hopp í Reykjanesbæ
Rafskútur frá Hopp eru nú aðgengilegar í Reykjanesbæ. Fimmtíu rafknúin hjól eru nú orðin aðgengileg í bæjarfélaginu en farskjótarnir eru ætlaðir átján ára og eldri. Rafskúturnar má leigja í gegnum app og þar sést hvar laus hjól er að finna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, tók fyrsta rúntinn á rafskútunni um ráðhústorgið í Keflavík.