Þriðjudagur 15. desember 2015 kl. 20:04

Hollara um jólin með Ásdísi Rögnu

– Ásdís Ragna Einarsdóttir á fræðandi nótum með Sjónvarpi Víkurfrétta

Um jólin gera flestir vel við sig í mat og drykk. Víða er boðið upp á kökur og sætindi sem mörgum reynist erfitt að neita sér um. Sjónvarp Víkurfrétta Ásdísi Rögnu Einarsdóttur grasalækni til að gefa góð ráð um það hvernig skipta má út hráefnum í bakstri og nota önnur hollari í staðann, án þess að það komi niður á góða bragðinu.

Ásdís ætlar einnig að gefa okkur ýmis góð ráð um það hvernig minnka megi álagið á meltingarkerfinu þegar fólk er búið að borða yfir sig af jólamatnum.

Sáið þáttinn hér að neðan.