Hljóp á eftir hjólaþjóf á sokkunum
Hinn 11 ára Hafþór Smári Sigurðsson hljóp upp mann sem reyndi að stela hjóli móður hans.
„Ég ákvað að hlaupa á eftir honum og kallaði á hann að koma með hjólið,“ segir Hafþór, en hjólaþjófurinn ákvað svo að stöðva á næstu gatnamótum, stökk af hjólinu og hljóp í burtu, með Hafþór á eftir sér á sokkalistunum.
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Hafþór og Unu, móður hans.