Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
laugardaginn 29. febrúar 2020 kl. 08:00

Hljómsveitin Valdimar 10 ára

Hljómsveitin Valdimar heldur upp á tíu ára afmæli á þessu ári og fagnar því meðal annars með stórtónleikum í Hörpu.

Aðal forsprakkinn, Valdimar Guðmundsson er fæddur og uppalinn í bítlabænum Keflavík.

Fyrsta plata hljómsveitarinnar var tekinn upp í hljóðveri Geimsteins og kom út árið 2010. Rokksafn Íslands í Reykjanesbæ var auðvitað tilvalin staður til að hitta Valdimar Guðmundsson, forsprakka hljómsveitarinnar.