Hljómahöll er vel á undan áætlun
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í heimsókn
Aðsóknin í Hljómahöll hefur farið fram úr björtustu vonum rekstaraðila. Um þessar mundir eru tvö ár síðan að húsnæðið var tekið í gagnið og hafa síðan verið haldnir þar fjölbreyttir viðburðir af öllum stærðum og gerðum. Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar spjallaði við Sjónvarp Víkurfrétta á dögunum. Hann lumar á ýmsum hugmyndum um hvernig megi enn frekar bæta nýtingu á húsnæðinu þó hún sé mjög góð fyrir. Ein hugmyndin er sú að fá þekktar hljómsveitir til þess að koma til Íslands til æfinga, áður en þau halda á stór tónleikaferðalög. Þannig munaði litlu að Portishead kæmi í Hljómahöll til æfinga síðasta haust. Viðtal við Tómas má sjá hér að neðan en þar fer hann yfir starfsemi Hljómahallar og ræðir það sem er framundan.