Hjörtur: Höfum ekki hitt svona illa í allan vetur
Njarðvíkingurinn Hjörtur Hrafn Einarsson var ekkert gríðarlega ósáttur eftir tap gegn toppliði Grindavíkur í Iceland Express deild karla í gærkvöldi. Hann sagði í viðtali við VF að munurinn á liðunum í gær hefði kannski fyrst og fremst legið í því hve illa Njarðvíkingar hittu úr skotum sínum fyrir utan þriggjastigalínuna. Annars taldi hann margt jákvætt hægt að taka úr leiknum eins og heyra má í spjalli Víkurfétta við Hjört.