Hjálmar: Leiðin okkar allra
Frábær útgáfa af laginu góða
Hér má sjá flutning þeirra Sigga, Kidda og Steina úr Hjálmum, á laginu sínu vinsæla Leiðin okkar allra. Lagið á einkar vel við núna þar sem bardagakappinn Gunnar Nelson er við það að hefja bardaga sinn, en hann notast alltaf við lagið þegar hann gengur að átthyrningun. Upptökur fóru fram í hljóðveri Geimsteins en þeir Hjálmar flytja hér fallega gítarútgáfu af laginu.
Viðtal við þá Kidda og Sigga má einnig nálgast á vef okkar hér.