Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 4. maí 2023 kl. 21:31

Hestamennska, fæðubót og BAUN í Suðurnesjamagasíni

Í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta að þessu sinni kíkjum við á Mánagrund í Reykjanesbæ og hittum fyrir hóp kvenna sem var að gera ýmsar æfingar á hestum. Við förum líka til Grindavíkur og kynnum okkur fyrirtækið Marine Collagen Iceland. Þá förum við á barna- og ungmennahátíðina BAUN í Reykjanesbæ.

Suðurnesjamagasín hefur verið á dagskrá miðla Víkurfrétta í rúman áratug. Þessi þáttur Suðurnesjamagasíns er númer 440 úr smiðju Víkurfrétta. Þáttinn má nálgast á vef Víkurfrétta, vf.is og einnig á myndveitunni Youtube.