Hervél lendir með dautt á hreyfli - video
Eins og við greindum frá í gær mátti litlu muna að hættuástand skapaðist þegar bilun kom upp í tveimur hreyflum af fjórum í bandarískri Herkúles herflugvél þegar hún var skammt frá Íslandi á leiðinni til Englands. Hervélin lenti í Keflavík á sjöunda tímanum í gærkvöldi og gekk lendingin að óskum með þrjá hreyfla í gangi en strax við lendingu var slökkt á öðrum hreyfli.
Myndatökumaður Víkurfrétta tók á móti vélinni og hefur sett saman meðfylgjadi myndskeið.