Fimmtudagur 19. apríl 2012 kl. 12:07

Herþota sýnd á opnum degi á Ásbrú - myndband

Orrustuþotu bandaríkjahers var í gær flutt á hátíðarsvæði vegna opins dags á Ásbrú sem haldinn er í dag. Orrustuþotan er af gerðinni F-4E „Phantom II“ og var komið fyrir á stalli framan við höfuðstöðvar bandaríska flughersins á Keflavíkurflugvelli veturinn 1993 sem minnisvarða um loftvarnastarfsemi varnarliðsins á árum kalda stríðsins. Þotur af þessari gerð voru starfræktar af af 57. orrustuflugsveitinni á Keflavíkurflugvelli á árunum 1973 - 1985 þegar nýrri og fullkomnari þotur af gerðinni F-15 tóku við hlutverki þeirra við loftvarnir á svæðinu umhverfis Ísland. . „Phantom“ þotur flugu til til móts við fleiri sovésku herflugvéla sem lögðu leið sína um loftvarnarsvæði landsins á dögum kalda stríðsins en orrustuþotur af nokkurri annarri gerð sem hér voru staðsettar.

Þótt þotan beri sömu einkenni og "Phantom" þotur þær sem áður voru starfræktar á Keflavíkurflugvelli var hún aldrei staðsett þar. Umsjá þotunnar var falin Byggðasafni Reykjanesbæjar eftir brottför varnarliðsins árið 2006 og hefur verið í geymslu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugða er að koma henni fyrir á safni um sögu Keflavíkurstöðvarinnar og umsvifa bandaríkjahers hér á landi sem unnið er að með forgöngu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

Hér má einnig lesa nýjasta fréttablað Ásbrúar á pdf-sniði