Hér er U2 messan í allri sinni dýrð
Húsfyllir var í Keflavíkurkirkju í gærkvöldi þegar kór kirkjunnar bauð til U2 messu. Þetta er í annað sinn sem kórinn heldur U2 messu en síðast var hún haldið árið 2011 þegar Sigurður Ingimarsson, Siggi kapteinn, söng messuna með kórnum. Núna sömdu kórfélagar og kórstjórinn trúarlega texta við lög írsku hljómsveitarinnar U2 og nokkrir af kórfélögunum sungu einnig einsöng. Arnór Vilbergsson, kórstjóri, útsetti einnig lögin.
Í spilaranum hér að ofan er upptaka frá tónleikunum í góðum HD-gæðum. Í streymi í gær heyrðist ekki nógu vel í kynningum á milli laga en það hefur verið lagfært í meðfylgjandi upptöku.