Helgarpabbarnir komið með börnin á Rauðhettu
– í stað þess að gefa öndunum brauð eins og allar aðrar helgar
Leikfélag Keflavíkur frumsýnir á næstunni Rauðhettu í leikstjórn Víkings Kristjánssonar leikara. Verkið er barnaleikrit fyrir alla fjölskylduna en Víkingur segir að verkið hafi verið stækkað og inn í það bætt fjölmörgum nýjum persónum til að krydda söguna og gera hana enn skemmtilegri.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti við á æfingu á Rauðhettu og ræddi við Víking leikstjóra um haustverkefni Leikfélags Keflavíkur í Frumleikhúsinu í Keflavík.