Heilsugæsla dýranna og tölvuleikjanám í Suðurnesjamagasíni vikunnar
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:30. Viðfangsefni okkar eru tvö að þessu sinni. Annars vegar er það heimsókn á Dýralæknastofu Suðurnesja þar sem við fylgjumst með geldingu, ófrjósemisaðgerð og tannsteinshreinsun ásamt því að ræða við dýralækna á staðnum.
Í síðari hluta þáttarins förum við á Ásbrú og kynnum okkur nýtt nám til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð við Menntaskólann Ásbrú, sem er nýjasta afkvæmi Keilis. Suðurnesjamagasín ræddi við þau Nönnu Kristjönu Traustadóttur sem veitir Menntaskólanum Ásbrú forstöðu og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis.
Myndefni í innslaginu frá dýralækningum gæti verið óþægilegt fyrir viðkvæmar sálir.