Fimmtudagur 1. október 2015 kl. 11:40

Heilsa, fræðsla, fimleikar og ferðamál

- í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta

Þrítugasti og fimmti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta verður frumsýndur á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld kl. 21:30. Þátturinn ber þess merki að nú er heilsu- og forvarnavika í Reykjanesbæ.

Í fyrri hluta þáttarins förum við í umferðarfræðslu í Háaleitisskóla á Ásbrú þar sem við ræðum við Krissa umferðarlöggu, kynnum okkur jakkafatajóga í bókasafni Reykjanesbæjar og förum í Bláa lónið sem var að taka við nýrri viðurkenningu.

Í síðari hlutanum förum við á fimleikaæfingu með fötluðum í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ og ræðum við Ásdísi grasalækni um heilsufæði og hvernig við eigum að bregðast við haustinu.

Þáttinn má sjá hér að neðan í háskerpu.