Miðvikudagur 10. febrúar 2010 kl. 17:34

Heilbrigðisráðherra í Víkurfréttaviðtali: Meiri áherslu á heilsugæsluna

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, vill sjá breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og að meiri áhersla verði lögð á heilsugæsluna á kostnað sjúkrahússins. 700 milljónum króna er varið á ári til heilsugæslu á Suðurnesjum en 1000 milljónum til sjúkrahússins. Ráðherrann vildi sjá þessu snúið við og að milljónirnar þúsund færu í heilsugæslunna. Í dag væru 6 til 7 heilsugæslulæknar að sinna störfum þeirra 17 sem ættu að vera á Suðurnesjum og ráðuneytið greiddi fyrir.


Víkurfréttir tóku Álfheiði tali að loknum borgarafundi um málefni HSS á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gærkvöldi.