Haukur Ingi: Gífurlega mikilvægur sigur fyrir Grindvíkinga
Haukur Ingi Guðnason, fyrrum leikmaður Keflavíkur og núverandi leikmaður Grindavíkur segir sigurinn í kvöld gífurlega mikilvægan fyrir Grindavík í þeirri botnbaráttu sem liðið er í. Hann segir alltaf sætt þegar sigurmark er skorað í lokin, því þá hafi andstæðingurinn minni tíma til að ná vopnum sínum að nýju.