Hátíðarmessan og barnastarfið í sjónvarpi
– aldargömul Keflavíkurkirkja í Sjónvarpi Víkurfrétta
Það var þétt setinn kirkjubekkurinn í Keflavíkurkirkju á dögunum þegar 100 ára afmæli kirkjunnar var fagnað. Bæði í barnastarfinu og svo aftur í hátíðarguðsþjónustunni var hvert sæti skipað.
Sjónvarp Víkurfrétta mætti í athafnirnar. Í meðfylgjandi innslagi má sjá svipmyndir frá afmælishátíðinni og viðtöl við prestana séra Sigfús B. Ingvason og séra Erlu Guðmundsdóttur. Þá er viðtal við Ragnheiði Ástu Magnúsdóttur, formann sóknarnefndar Keflavíkurkirkju.