Föstudagur 28. apríl 2023 kl. 17:57

Hátíð fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ

Baun, hátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ var formlega sett í dag í Duus safnahúsum. Þar voru opnaðar listsýningar barna á leikskólum, grunnskólum og úr framhaldsskólum.

Baun mun standa í ellefu daga og eitthvað skemmtilegt og fróðlegt er í boði alla daga en dagskrá má sjá á baun.is.

Halla Karen Guðjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjanesbæ, sagði okkur frá Baun í meðfylgjandi sjónvarpsviðtali.